loader

Um ISX

Um okkur

Bálkar Miðlun ehf sem rekur ISX er eftirlitsskyldur aðili hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og hefur leyfi sem þjónustuveitandi viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla: https://www.fme.is/eftirlit/eftirlitsskyld-starfsemi/eftirlitsskyldir-adilar/.

Tilgangur ISX er að sinna miðlun, eigna- og áhættustýringu á rafmyntum ásamt ráðgjöf um rafmyntir og bálkakeðjutækni

Hlynur Þór Björnsson eigandi Bálka Miðlunar ehf og ISX hefur starfað á fjármálamarkaði við áhættu- og eignastýringu frá 2005, meðal annars sem Deildarstjóri Fjárhagsáhættu Valitor hf, Forstöðumaður Áhættueftirlits Gildis lífeyrissjóðs og fyrir það sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Arion banka og fjárstýringu Landsbankans.

Hlynur stofnaði fyrsta rafmyntafyrirtækið á Íslandi 2014 Skiptimynt ehf, sem rak ISX skiptimarkaðinn til 2021. Hlynur stofnaði einnig Rafmyntaráð Íslands, https://ibf.is/ og var stjórnarformaður samtakanna.

Örugg Viðskipti

ISX-markaðurinn er hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Tilgangurinn er að verja upplýsingar notenda og öryggi undirliggjandi rafmynta ásamt því að tryggja notendavænt viðmót.

TradingView

ISX notar tækni frá TradingView til að gera viðskiptasögu sýnilega á grafi. TradningView er eitt vinsælasta viðmót sem milljónir notenda víðsvegar um heim nota til að auðvelda sín viðskipti.