Hvernig skrái ég mig?

Hvernig skrái ég mig á ISX?

Það tekur stuttan tíma og er einfalt að skrá sig:

  • Opnaðu skráningar síðuna hér.

  • Sláðu inn tölvupóstfangið þitt.

  • Mikilvægt er að þú lesir yfir skilmála ISX og ef þeir eru þér ásættanlegir þá hakar þú við það að þú hafir lesið þá og samþykkir.

  • Þegar þú hefur skráð þig verður þú send(ur) á auðkenningarsíðu island.is þar sem þú þarft að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum.

  • Að þessu loknu mun þér berast tölvupóstur með tímabundnu lykilorði.

  • Þegar þú svo skráir þig inn á ISX í fyrsta skiptið þá verður þú beðin um að velja þér nýtt lykilorð.

 

Að þessu loknu er mælt er með því að virkja tvíþátta auðkenningu með Google Authenticator í snjallsímum sínum.

 

Allir notendur geta millifært Auroracoin inn á reikninginn sinn eða lagt inn krónur á bankareikning Bálka Miðlunar ehf. sem er rekstraraðili ISX og við það uppfærist sjálfkrafa ISK inneign notandans á skiptimarkaðnum.