loader

Hjálp

Hvað er ISX?

ISX er fyrsti íslenski skiptimarkaðurinn sem býður viðskipti með rafmyntir líkt og Bitcoin fyrir íslenskar krónur. ISX-skiptimarkaðurinn er hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Tilgangurinn er að verja upplýsingar notenda og öryggi undirliggjandi rafmynta, sem og annara fjármuna ásamt því að tryggja notendavænt viðmót og örugg viðskipti. Markmið ISX er að gera þessi viðskipti eins einföld og skilvirk og mögulegt er ásamt því að tryggja notendum öruggt umhverfi fyrir viðskipti.

ISX markaðurinn er rekinn af Bálkum Miðlun ehf, kt 550819-1200.

Hvað tekur langan tíma frá því ég millifæri og þangað til að inneignin mín kemur inn á ISX?

Allir notendur geta millifært Bitcoin úr veskjum sínum inn á ISX-reikninginn sinn eða lagt inn krónur á bankareikning ISX og við það uppfærist sjálfkrafa inneign notandans á skiptimarkaðnum. Útgreiðslur í rafmyntum eru framkvæmdar eins fljótt og auðið er en útgreiðslur í krónum eru framkvæmdar tvisvar á dag virka bankadaga.

Hvernig skrái ég mig?

1. Opnaðu skráningarsíðun hér.

2. Auðkenndu þig með rafrænum skilríkjum.

3. Sláðu inn tölvupóstfangið þitt.

4. Mikilvægt er að þú lesir yfir skilmála ISX og ef þeir eru þér ásættanlegir þá hakar þú við það að þú hafir lesið þá og samþykkir.

5. Að þessu loknu mun þér berast tölvupóstur með tímabundnu lykilorði.

6. Þegar þú svo skráir þig inn á ISX í fyrsta skiptið þá verður þú beðin um að velja þér nýtt lykilorð.

7. Að þessu loknu er mælt er með því að virkja tvíþátta auðkenningu með Google Authenticator í snjallsímum sínum.

Er reikningurinn minn öruggur?

Öryggi notenda er okkar helsta forgangsmál. ISX er hönnuð með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Tilgangurinn er að verja upplýsingar notenda og öryggi undirliggjandi netgjaldmiðla, sem og annara fjármuna ásamt því að tryggja notendavænt viðmót og örugg viðskipti.

Hvernig virkja ég tvítþátta auðkenningu?

Mælst er til að allir notendur nýti sér auknar öryggisráðstafanir ISX með tvíþátta auðkenningu, Google Authenticator. Tvíþátta öryggi tryggir að ekki sé hægt að ná yfirráðum yfir viðskiptareikningi notandans, þó svo einhver óviðkomandi nái yfirráðum yfir tölvupósti notanda, þar sem síðari auðkenningin er bundin við snjallsíma notanda.