loader
1 Inngangur
1.1 Gildissvið
Almennir viðskiptaskilmálar ISX (hér eftir skilmálarnir/skilmálar þessir) gilda í viðskiptum milli Bálka Miðluna ehf, rekstaraðila ISX, (hér eftir Bálkar Miðlun eða ISX) og viðskiptavinar. Viðskiptavinur getur verið einstaklingur eða lögaðili (hér eftir lögaðili eða fyrirtæki). Auk skilmála þessara gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem ISX kann að veita viðskiptavini. Þau ákvæði ganga framar ákvæðum skilmála þessara ef misræmi er á milli. Skilmálar ISX eru birtir á vef ISX og eru aðgengilegir á afgreiðslustöðum ISX.
1.2 Breytingar á skilmálum
ISX getur hvenær sem er gert breytingar á skilmálum þessum einhliða og án fyrirvara. Breytingar á skilmálunum eru tilkynntar viðskiptavini með skilaboðum á ISX eða með almennri tilkynningu á vefsvæði ISX eða með öðrum hætti sem ISX ákveður.
Í tilkynningu um breytingar á slíkum ákvæðum skilmálanna er vakin athygli á því að viðskiptavinur hefur rétt á að tilkynna ISX um uppsögn samningsins áður en breyttir skilmálar taka gildi. Viðskiptavinur telst hafa samþykkt þær breytingar tilkynni hann ISX ekki um annað fyrir fyrirhugaðan gildistökudag. Segi viðskiptavinur samningnum upp áður en tveggja mánaða fyrirvarinn er liðinn, en notar engu að síður viðkomandi þjónustu tengdan reikningnum eftir að tveggja mánaða fyrirvarinn er liðinn telst viðskiptavinurinn hafa samþykkt breytingarnar.
1.3 Um Bálkar Miðlun og ISX
Bálkar Miðlun ehf veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum rafmynta þjónustu, á vef sínum ISX, sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum. Bálkar Miðlun ehf hefur starfsleyfi sem þjónustuveitandi sýndareigna og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 101 Reykjavík, (sjá vef Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is).
Bálkar Miðlun hf., kt. 550819-1200, Dalsbyggð 23, 210 Garðabær, Ísland
Sími: 620-3700. Netfang: [email protected], Vefur: www.ISX.is.
2 Almenn ákvæði um viðskiptasambandið
2.1 Vinnsla persónuupplýsinga
Bálkar Miðlun vinnur persónuupplýsingar um viðskiptavin samkvæmt skilmálum þessum og eftir atvikum samningum, skilmálum og reglum um einstakar vörur eða þjónustu sem ISX kann að veita viðskiptavini. ISX vinnur og varðveitir allar upplýsingar sem leiða af eða eru afhentar í tengslum við samninga milli viðskiptavinar og ISX. ISX getur einnig unnið persónuupplýsingar á grundvelli samþykkis viðskiptavinar, laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða í samræmi við lögmæta hagsmuni, eins og nánar er lýst í persónuverndarstefnu ISX, sem birt er á vef ISX. Vinnsla persónuupplýsinga er forsenda þess að ISX veiti viðskiptavini þjónustu og að viðskiptavinur eigi viðskipti við ISX og er nauðsynleg til þess að gera eða efna samninga þar að lútandi. Sjá nánar í persónuverndarstefnu ISX.
2.2 Stofnun viðskiptasambands
Viðskiptavinur stofnar til viðskiptasambands við ISX á vefnum https://ISX.is, í snjalltækjaforriti ISX (hér eftir nefnt „app“ eða „appið“) eða á afgreiðslustað. Við stofnun viðskiptasambands ber að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavini. Við stofnun viðskiptasambands velur viðskiptavinur vörur og/eða þjónustu og fær aðgang að ISX. ISX kannar áreiðanleika nýs viðskiptavinar með því að óska eftir því að hann sanni á sér deili ásamt upplýsingum um hagi hans, sbr. nánari umfjöllun í kafla um Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Stofnun viðskipta þarf að uppfylla kröfur skilmála þessara og eftir atvikum samninga, skilmála eða reglna sem gilda um viðkomandi vöru og/eða þjónustu. Viðskiptavinur staðfestir, eftir atvikum, umsókn, samning og/eða skilmála í samræmi við kröfur ISX á hverjum tíma. ISX er heimilt, án rökstuðnings, að hafna stofnun viðskiptasambands og/eða umsókn um vöru eða þjónustu, m.a. ef upplýsingar um viðskiptavin eru ófullnægjandi, ef stofnun viðskipta uppfyllir ekki kröfur ISX eða af öðrum ástæðum, allt að mati ISX.
2.3 Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
ISX starfar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með síðari breytingum. ISX er skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavini, m.a. við stofnun viðskiptasambands, reglubundið eftirlit og/eða vegna einstakra viðskipta. Til að framkvæma áreiðanleikakönnun óskar ISX m.a. eftir persónuupplýsingum um viðskiptavin, t.d. nafni, kennitölu, lögheimili, starfsheiti/stöðu, símanúmeri, netfangi, fæðingarstað og ríkisfangi, auk fjárhagslegra upplýsinga. Lögaðilar skulu veita upplýsingar um nafn, kennitölu, lögheimili, lagalegt form, upplýsingar um stjórn, framkvæmdastjórn og prókúruhafa, sem og upplýsingar um raunverulega eigendur lögaðilans og hverjir hafi heimildir til að skuldbinda lögaðilann. ISX aflar jafnframt upplýsinga um uppruna þeirra fjármuna sem viðskiptavinur hyggst nota í viðskiptum hjá ISX, hvort viðskipti fari fram fyrir hönd þriðja aðila og upplýsinga um eðli og tilgang fyrirhugaðs viðskiptasambands og/eða viðskipta.
Við áreiðanleikakönnun skal viðskiptavinur sanna á sér deili með framvísun gildra persónuskilríkja sem eru gefin út eða viðurkennd af stjórnvöldum, t.d. vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini eða fullgild rafræn skilríki. Eigi ólögráða viðskiptavinur ekki gild persónuskilríki getur lögráðamaður framvísað eigin persónuskilríkjum. Ef stofnað er til viðskiptasambands fyrir hönd lögaðila, fjárvörslusjóða og sambærilegra aðila þurfa allir stjórnarmenn, framkvæmdastjóri/-ar, prókúruhafar og raunverulegir eigendur lögaðilans að sanna á sér deili með fullgildum persónuskilríkjum. Sama á við um alla eigendur í húsfélagi þegar eignarhlutar í viðkomandi fjöleignarhúsi eru sex eða færri. Lögaðilar sanna á sér deili með því að framvísa vottorði úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eða sambærilegri opinberri skrá sem sannar skráningu viðkomandi lögaðila. Metið er hverju sinni hvort krafist er afrits af samþykktum lögaðila og/eða endurskoðuðum ársreikningi.
ISX hefur áhættumiðað eftirlit með samningssambandi við viðskiptavin og aflar uppfærðra upplýsinga þegar þörf er á, hvenær sem er meðan á samningssambandi stendur. ISX ber auk framangreinds að kanna sérstaklega áreiðanleika viðskiptavina sinna við ákveðnar aðstæður þar sem sérstakrar varúðar er þörf. Í slíkum tilvikum áskilur ISX sér rétt til að kalla eftir viðbótargögnum, þ.m.t. persónuupplýsingum, um viðskiptavin til þess að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun. Gruni ISX að fjármunir þeir sem ætlun viðskiptavinar stendur til að fari um kerfi ISX séu ágóði af ólögmætri háttsemi og/eða tengist fjármögnun hryðjuverka áskilur ISX sér allan rétt til að stöðva umbeðin viðskipti án fyrirvara. Hafi ISX rökstuddan grun eða réttmæta ástæðu til að ætla að viðskipti séu grunsamleg með tilliti til peningaþvættis og/eða fjármögnunar hryðjuverka er ISX skylt að tilkynna viðskiptin til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu og láta henni í té allar nauðsynlegar upplýsingar vegna tilkynningarinnar. Viðskiptavini ber skylda til að láta ISX vita verði einhverjar breytingar á þeim upplýsingum sem ISX voru látnar í té við gerð áreiðanleikakönnunar.
2.4 Upplýsingagjöf
ISX getur sent viðskiptavini skilaboð, upplýsingar og tilkynningar vegna viðskipta við ISX á vefsvæði eða í appi eða með öðrum hætti sem ISX ákveður. Þá getur ISX notast við bréfapóst/tölvupóst í sérstökum tilfellum. ISX sendir viðskiptavini sjálfvirkar tilkynningar (e. push notification) með rafrænum hætti á ISX eða appi. Vilji viðskiptavinur breyta samskiptaupplýsingum, t.d. símanúmeri eða netfangi, ber honum að uppfæra upplýsingar þar um í stillingum í ISX, í appi, hjá þjónustuveri eða á afgreiðslustöðum.
Til að fara inn í ISX eða á app skal viðskiptavinur ávallt fara inn á vef ISX eða opna appið eftir þeim leiðum sem ISX tilgreinir og sannvotta/auðkenna sig með öruggum hætti í samræmi við kröfur ISX. Viðskiptavini ber að gæta sérstakrar varúðar gagnvart fölskum skilaboðum, t.d. SMS-skilaboðum eða tölvupósti með hlekk yfir á meinta innskráningarsíðu ISX/appsins, sem viðskiptavinur kann að fá send frá þriðja aðila, t.d. í þeim tilgangi að fá uppgefin persónubundin öryggisskilríki og/eða svíkja út fé frá viðskiptavini. ISX sendir viðskiptavinum ekki skilaboð með hlekk til innskráningar í ISX/appið. ISX kann þó að senda viðskiptavini skilaboð með hlekk í kjölfar þess að viðskiptavinurinn hafi óskað eftir tilgreindri þjónustu frá ISX. Skilaboð frá ISX vísa þá til þeirrar þjónustu sem óskað hefur verið eftir. Fái viðskiptavinur skilaboð með hlekk, án þess að hafa óskað eftir tilgreindri þjónustu frá ISX, eru skilaboðin fölsk skilaboð og skal viðskiptavinur þá ekki smella á hlekkinn, svara skilaboðunum eða auðkenna sig eftir þeim.
2.5 Erlend viðskipti
Bálkar Miðlun ber enga ábyrgð á mögulegum mistökum eða vanrækslu sem leiða kann af vali viðskiptavinar á erlendum viðskiptaaðila og áreiðanleika hans. Hið sama gildir um mistök eða vanrækslu erlendra fjármálafyrirtækja. Viðskiptavini ISX er bent á að kynna sér skilmála viðkomandi erlends fjármálafyrirtækis, gildandi löggjöf þess ríkis og framkvæmd viðskipta í viðkomandi landi. Gengistafla ISX gildir í öllum viðskiptum með erlenda gjaldmiðla nema um annað sé sérstaklega samið. Eðli viðskipta ræður því hvaða gengi er notað og hvort notað er stundargengi, lokagengi eða sérgengi sem ákveðið er af ISX. Í þeim viðskiptum sem myndast getur gengismunur ber viðskiptavinur alla áhættu þar af nema sérstaklega hafi verið samið um annað.
2.6 Verðskrá
Viðskiptavinur greiðir gjöld fyrir vörur og þjónustu ISX og útlagðan kostnað í tengslum við veitta þjónustu í samræmi við verðskrá ISX eins og hún er á hverjum tíma. Kveði aðrir skilmálar eða samningar ISX við viðskiptavini á um gjaldtöku skulu þeir skilmálar gilda framar verðskrá ISX. ISX er heimilt að skuldfæra gjöld og kostnað á greiðslureikning viðskiptavinar hjá ISX og skulu skuldfærslur koma fram á reikningsyfirliti viðskiptavinar. Bálkar Miðlun getur breytt verðskrá sinni án nokkurs fyrirvara. Verðskrá ISX er birt á vef ISX.
3 Vefsvæði
3.1 Almennt um vefsvæði ISX
ISX er svæði á netinu þar sem viðskiptavinur ISX skráir sig inn með sannvottun/auðkenningu, sem ISX viðurkennir, til þess m.a. að eiga viðskipti, gefa greiðslufyrirmæli og sjá reikningsupplýsingar. ISX er aðgengilegur á vef ISX, í farsíma og í appi. Til þess að viðskiptavinur geti nýtt sér þjónustu ISX þarf búnaður viðskiptavinar að vera tengdur við internetið. ISX áskilur sér rétt til að ákveða einhliða þá þjónustu og þær samskiptaleiðir sem í boði eru, sem og að breyta þjónustunni/samskiptaleiðum. Þjónusta kann að vera ólík eftir því hvort viðskiptavinur skráir sig á ISX á vef ISX, í farsíma eða í appi.
ISX er eigandi hugbúnaðar sem ISX byggir á. Viðskiptavinur hefur leyfi til aðgangs og notkunar hans. Viðskiptavini er algerlega óheimilt að gera eða láta gera breytingar á hugbúnaði þeim sem tengist ISX.
Persónubundin öryggisskilríki eru persónubundnir þættir, t.d. PIN, lykilorð, öryggisnúmer, einskiptis auðkenningarnúmer/kóði sendur viðskiptavini til staðfestingar á viðskiptum, sem ISX viðurkennir á hverjum tíma í tilgangi sannvottunar/auðkenningar viðskiptavinar. Sannvottun/auðkenning er aðferð sem gerir ISX kleift að sannreyna deili á viðskiptavini eða heimild til notkunar tiltekins greiðslumiðils, þ.m.t. notkunar á persónubundnum öryggisskilríkjum viðskiptavinar. Sterk sannvottun er sannvottun á grundvelli notkunar tveggja eða fleiri þátta sem flokkast sem þekking, umráð og eðlislægni. ISX áskilur sér rétt til að breyta kröfum sínum til sannvottunar/auðkenningar án fyrirvara. Eftir að viðskiptavinur hefur skráð sig inn á ISX ber viðskiptavinur ábyrgð á og er bundinn af öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru á ISX. Sama gildir komist utanaðkomandi aðilar yfir upplýsingar um aðgang að ISX eða fái aðgang með öðrum hætti. Viðskiptavini ber að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja öryggi persónubundinna öryggisskilríkja sem hann notar til sannvottunar/auðkenningar. Viðskiptavini er óheimilt að láta persónubundin öryggisskilríki sín öðrum í té og ber ávallt að gæta þess að enginn fái, sjái eða geti afritað persónubundin öryggisskilríki sín. Viðskiptavinur skal halda persónubundnum öryggisskilríkjum sínum og öllum upplýsingum er varða sannvottun/auðkenningu hans á ISX og upplýsingum tengdum greiðslumiðli leyndum og ber viðskiptavinur ábyrgð á því að slíkar upplýsingar berist ekki í hendur þriðja aðila eða séu aðgengilegar öðrum. Viðskiptavini ber að gæta sérstakrar varúðar gagnvart fölskum skilaboðum, t.d. SMS-skilaboðum eða tölvupósti með hlekk yfir á meinta innskráningarsíðu ISX, sem viðskiptavinur kann að fá send frá þriðja aðila í þeim tilgangi að fá uppgefnar slíkar upplýsingar, þ.m.t. persónubundin öryggisskilríki, og/eða svíkja út fé frá viðskiptavini. Varðveiti viðskiptavinur ekki persónubundin öryggisskilríki sín og aðrar framangreindar upplýsingar með öruggum hætti eða í samræmi við framangreint, t.d. með því að gæta ekki varúðar gagnvart fölskum skilaboðum frá þriðja aðila, telst það vera stórfellt gáleysi af hans hálfu. Verði viðskiptavinur þess áskynja að óviðkomandi aðili hafi reynt að fá eða hafi fengið vitneskju um persónubundin öryggisskilríki sín og aðrar framangreindar upplýsingar skal viðskiptavinur tafarlaust tilkynna slíkt til ISX, og eftir atvikum að breyta persónubundnu öryggisskilríkjunum. Sama á við ef viðskiptavinur verður var við tap, þjófnað eða misnotkun á greiðslumiðli eða óheimila notkun hans. Til að tryggja öryggi skal viðskiptavinur virkja læsingar á tækjum sem hann notar til innskráningar í ISX. ISX ber ekki ábyrgð á notkun viðskiptavinar á ISX í appi, á vefsvæði ISX eða í farsíma. ISX ber ekki ábyrgð á tjóni sem notkun ISX eða notkun tenginga við ISX kann að valda. ISX ber heldur ekki ábyrgð á tjóni viðskiptavinar sem hlýst af því að þriðji aðili fær aðgang að persónubundnum öryggisskilríkjum, aðgang að reikningum í ISX/appi, t.d. á grundvelli falskra skilaboða, eða aðgang að upplýsingum tengdum greiðslumiðli. Þá ber ISX ekki ábyrgð á tjóni, beinu eða óbeinu, sem orsakast kann af fyrirvararlausri lokun ISX, tenginga eða viðbóta við ISX, t.d. vegna nauðsynlegra viðhaldsaðgerða, bilana í hug- eða vélbúnaði, uppfærslu skráa, breytinga á kerfi, eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum. Láni viðskiptavinur, selji eða heimili öðrum umráð yfir tæki sem appið hefur verið sótt í skuldbindur hann sig til að skrá sig út úr appinu. Hafi verið átt við tækið með þeim hætti að öryggi þess hafi á einhvern hátt verið ógnað, t.d. með uppsetningu óöruggra forrita, er notkun appsins á tækinu ekki örugg og því óheimil með öllu. Viðskiptavinur skal að öðru leyti sýna varkárni við viðskipti í ISX. Fái viðskiptavinur einskiptis auðkenningarnúmer/kóða frá ISX til staðfestingar á rafrænum viðskiptum skal hann ekki staðfesta númerið/kóðann nema hafa sannreynt að um réttmæta greiðslu (réttmæt viðskipti) sé að ræða. Sinni viðskiptavinur ekki varúðarskyldum sínum í samræmi við framangreint telst það vera stórfellt gáleysi af hans hálfu.
Viðskiptavinur skal án óþarfa tafar tilkynna ISX um það verði hann var við misnotkun eða óheimila notkun á ISX. ISX er heimilt, fyrirvaralaust og án tilkynningar, að loka aðgangi viðskiptavinar að ISX eða takmarka notkun viðskiptavinar í ISX, í heild eða að hluta, tímabundið eða varanlega, í eftirfarandi tilfellum: (a) ef grunur leikur á um óheimila eða sviksamlega notkun á ISX eða á þjónustu ISX, (b) ef grunur leikur á um brot á reglum eða skilmálum ISX, (c) ef grunur leikur á um að þriðji aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar viðskiptavinar, með eða án samþykkis viðskiptavinar, (d) vegna uppfærslu skráa, kerfisbreytinga eða annarra tæknilegra ástæðna eða öryggisástæðna eða (e) ef bú viðskiptavinar er tekið til gjaldþrotaskipta, ef viðskiptavinur leitar nauðasamninga, greiðslustöðvunar, eða ef fyrir hendi eru aðrar sambærilegar ástæður. Viðskiptavini er gert viðvart eins fljótt og kostur er. Séu ástæður fyrir lokuninni ekki lengur fyrir hendi skal ISX opna fyrir notkunina. ISX er heimilt að loka fyrir aðgang viðskiptavinar að ISX ef aðgangur hans hefur verið óvirkur samfellt í 6 mánuði eða lengri tíma. Upplýsingar um viðskipti, þ.m.t. stöðu viðskiptafyrirmæla, kunna að verða óaðgengilegar tímabundið á ISX vegna álags á viðkomandi tölvu- og/eða viðskiptakerfi. Ákveðin þjónusta eða aðgerðir á ISX geta sótt staðsetningu tækis út frá GPS hnitum, netkerfum eða dreifikerfi símafyrirtækja, t.d. upplýsingar um afgreiðslustaði. Hægt er að stýra aðgengi að slíkum þjónustum, þar sem við á í tækinu sjálfu. ISX sækir ekki upplýsingar um staðsetningar úr tækinu nema á grundvelli skýrrar heimildar. ISX ber ekki ábyrgð á þeim kröfum sem birtast í kröfulista yfir ógreidda reikninga og ISX er ekki kröfuhafi að. Hafi viðskiptavinur athugasemdir við slíkar kröfur skal viðskiptavinur hafa samband við skráðan kröfuhafa.
4 Reikningar
4.1 Um reikninga
Viðskiptavinur stofnar reikning á vef ISX eða á afgreiðslustað ISX. ISX er heimilt að hafna stofnun reiknings, m.a. ef upplýsingar um viðskiptavin eru ófullnægjandi, og mun ISX tilkynna um höfnunina eins fljótt og auðið er. Óheimilt er að stofna reikning fyrir hönd annars fjárráða aðila nema viðskiptavinur veiti umboð til þess, enda mæli lög ekki fyrir um annað. Við stofnun reiknings ber viðskiptavini að sanna á sér deili með fullgildum persónuskilríkjum, þ.e. vegabréfi, nafnskírteini, ökuskírteini eða fullgildum rafrænum skilríkjum, með sannvottun/auðkenningu við innskráningu á ISX eða annarri auðkenningu í samræmi við öryggiskröfur ISX á hverjum tíma. ISX áskilur sér rétt til að breyta öryggiskröfum sínum án fyrirvara.
Reikningur telst stofnaður í íslenskum krónum nema um annað hafi verið samið. Skilmálar þessir gilda óháð því hvort reikningur er í íslenskum krónum, erlendum gjaldmiðli eða rafmyntum, að teknu tilliti til sérákvæða í skilmálum þessum um reikninga og greiðslur í erlendum gjaldmiðli eða rafmyntum.
Reikningar geta verið verðtryggðir miðað við safn rafmynta eða stýrða reikninga Bálka Miðlunar. Allar eignir sem viðskiptavinur millifærir inn á reikning sinn á ISX verða að eign Bálka Miðlunar, sem getur ráðstafað eignum sínum án þess að viðskiptavinu eigi beina kröfu á þær eignir sem eru á bankareikningum Bálka Miðlunar eða á stafrænum veskjum Bálka Miðluna eða hjá öðrum þjónustuaðilum sem Bálkar Miðlun ráðstafar eignum sínum til.
4.2 Lykilorð og aðgengi að reikningi
Viðskiptavinur velur sér lykilorð ásamt tölvupóstfangi við stofnun reiknings sem hann notar til staðfestingar á greiðslu í samskiptum við ISX. Við val á lykilorði skal viðskiptavinur gæta þess að lykilorð sé ekki þess eðlis að auðvelt reynist að rekja það til viðkomandi viðskiptavinar. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að upplýsa ekki óviðkomandi aðila um lykilorðið. Með óviðkomandi aðila er átt við aðila sem ekki hefur heimild til að gefa greiðslufyrirmæli af reikningi viðskiptavinar í samræmi við skilmála þessa. Ef viðskiptavinur hefur ástæðu til að ætla að óviðkomandi aðili hafi fengið vitneskju um lykilorð skuldbindur viðskiptavinur sig til að tilkynna ISX um það án tafar og breyta lykilorðinu strax og hann verður þess var. Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum greiðslum og aðgerðum sem framkvæmdar eru með notkun lykilorði eða öðrum persónubundnum öryggisskilríkjum.
4.3 Framkvæmd viðskipta og greiðslna
Þegar viðskiptavinur gefur greiðslu og/eða viðskiptafyrirmæli skal hann sanna á sér deili með sannvottun eða annarri fullnægjandi auðkenningu, t.d. með lykilorði reiknings, með framvísun persónuskilríkja eða með öðrum hætti, í samræmi við kröfur ISX. Framangreint á við hvort sem aðgerðin er framkvæmd með greiðslumiðli eða með sýndarfé.
ISX mun framkvæma viðskiptiafyrirmæli samstundis á vefsvæði ISX, gefið að þjónustan er ekki í viðhaldi eða ef viðskipti hafa verið stöðvuð vegna t.d. viðhalds. Greiðslur inn á ISX í íslenskum krónum eða öðrum gjaldmiðlum fara fram í rauntíma á bankadögum meðan stórgreiðslukerfi bankann er opið, þó ekki eftir kl 21-24 eða um helgar. Úttektir í íslenskum krónum eða öðrum gjaldmiðlum eru framkvæmdar tvisvar á dag, eftir kl 8 og svo aftur eftir kl 20 á bankadögum. Greiðslur inn á ISX eru framkvæmdar eftir að bálkakeðja viðkomandi rafmyntar sýnir að millifærslan er að fullu staðfest. Þó með þeim fyrirvara að þjónustuaðilar sem ISX reiðir sig á séu ekki í viðhaldi og þjónustur þeirra séu opnar. Úttektir rafmynta eru framkvæmdar samstundis af veskjum ISX en þó með þeim fyrirvara að stærri upphæðir, sem krefjast flutnings rafmynta milli veskja, gætu tekið allt að 24 klukkustundum. Einnig er gerður fyrirvari um að þjónustuaðilar ISX eða námuaðilar viðkomandi bálkakeðju starfi eðlilega og geti framkvæmt millifærslur.
ISX getur frestað, stöðvað og/eða synjað um framkvæmd greiðslufyrirmæla, hvort sem greiðandi eða viðtakandi greiðslu á frumkvæði að þeim, séu skilyrði laga, skilmála þessara, annarra skilmála eða reglna ISX ekki uppfyllt, t.d. ef ekki er næg innstæða á reikningi, ef lokað hefur verið fyrir útborganir af öðrum ástæðum, af öryggisástæðum, ef hætta er talin á misferli eða svikum, vegna verulegrar aukinnar hættu á því að greiðandi kunni að vera ófær um að uppfylla greiðsluskyldu sína, ef vafi er uppi um heimild greiðanda til að nýta reikninginn eða vegna reglubundins eftirlits með greiðslum sem felur í sér öflun upplýsinga um tengsl greiðanda og viðtakanda, uppruna fjármuna, tilgang viðskipta o.fl. ISX notar erlenda greiðslumiðlunarbanka og rafmyntafyrirtæki til að senda og móttaka erlendar greiðslur og rafmyntir fyrir hönd viðskiptavina. Af þeim sökum kann ISX að óska eftir nánari upplýsingum um greiðslurnar og miðla þeim upplýsingum áfram til erlendra greiðslumiðlunarbanka.
Synji ISX um framkvæmd greiðslufyrirmæla verður viðskiptavini tilkynnt um það, nema annað leiði af lögum. Megi rekja synjun um framkvæmd greiðslufyrirmæla til viðskiptavinar er ISX heimilt að taka gjald fyrir skriflegar tilkynningar. Hafni ISX greiðslufyrirmælum jafngildir það því að greiðslufyrirmæli hafi ekki verið móttekin. ISX er þrátt fyrir framangreint heimilt að fresta framkvæmd greiðslufyrirmæla þar til næg innstæða er á reikningi viðskiptavinar að meðtöldum kostnaði og öðrum gjöldum. Í því sambandi er ISX heimilt að láta reyna á skuldfærslu á reikning viðskiptavinar fyrir greiðslunni eftir móttöku greiðslufyrirmælanna þar til þau eru framkvæmd. Berist ISX fleiri en ein greiðslufyrirmæli á sama degi ber ISX ekki ábyrgð á því í hvaða röð þau eru framkvæmd eða hvaða greiðslufyrirmæli eru ekki framkvæmd vegna ónógrar innstæðu.
Fyrirfram móttekin greiðslufyrirmæli verða framkvæmd þrátt fyrir að síðari atburðir geri það að verkum að sá sem gaf fyrirmælin hefði sjálfur ekki getað gefið þau, t.d. vegna afturköllunar á prókúru eða vegna andláts viðskiptavinar. Viðskiptavinur getur einungis afturkallað eða stöðvað greiðslufyrirmæli ef skilyrði laga um greiðsluþjónustu þar að lútandi eru uppfyllt og að því gefnu að viðskiptavinur sé neytandi. ISX getur krafist gjalds vegna afturköllunar greiðslufyrirmæla. Fyrirfram móttekin greiðslufyrirmæli verða þó ekki framkvæmd eftir að reikningi hefur verið lokað. ISX ber ábyrgð á framkvæmd greiðslufyrirmæla í samræmi við lög þar til banki viðtakanda greiðslunnar hefur tekið við greiðslunni. Eftir það tímamark verður banki viðtakanda greiðslunnar ábyrgur gagnvart viðtakandanum um rétta framkvæmd greiðslunnar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að greiðslufyrirmæli hans séu rétt. ISX er ekki ábyrgur fyrir mistökum viðskiptavinar, t.d. þegar slegið er inn rangt kennimerki fyrir viðtakanda greiðslu. Slík mistök verða ekki leiðrétt einhliða af hálfu ISX án samþykkis viðtakanda greiðslunnar. Sýni viðskiptavinur fram á með gögnum að fjárhæð greiðslu, sem heimiluð var af viðskiptavini og viðtakandi greiðslu átti frumkvæði að, hafi ekki verið nákvæmlega tilgreind í heimildinni þegar hún var veitt og að greiðsla af reikningi hans sé hærri en hann mátti með sanngjörnum hætti gera ráð fyrir miðað við útgjaldamynstur hans, skilmála þessa og málsatvik að öðru leyti, skal hann tilkynna það til ISX og óska eftir endurgreiðslu innan átta vikna frá því að fjármunirnir voru skuldfærðir af reikningi hans. Að uppfylltum þeim skilyrðum ber ISX að endurgreiða viðskiptavini greiðsluna innan tíu bankadaga frá móttöku tilkynningar frá viðskiptavini. Að öðrum kosti synjar ISX um endurgreiðslu. Framangreint á ekki við þegar viðskiptavinur, sem ekki er neytandi í skilningi laga um greiðsluþjónustu, með síðari breytingum, gefur þriðja aðila munnlegt samþykki fyrir úttekt af reikningi sínum. Þá á viðskiptavinur ekki rétt á endurgreiðslu ef hann hefur veitt samþykki fyrir greiðslunni beint til ISX og, ef við á, ISX eða viðtakandi greiðslu veittu fyrir fram upplýsingar um greiðslur eða kom þeim á framfæri við greiðanda, a.m.k. fjórum vikum fyrir gjalddaga. Hafi greiðslufyrirmæli verið afturkölluð ber ISX hvorki ábyrgð á greiðslu vaxta né annarra gjalda vegna gjaldfallinna greiðslna.
Um greiðsluþjónustu gilda takmarkanir sem kunna að felast í ákvæðum laga um gjaldeyrismál á hverjum tíma og reglum settum samkvæmt þeim lögum. Ef samið hefur verið um reglubundnar greiðslur skal hlutfallslega tekið tillit til gildistíma uppsagnar við innheimtu greiðslna eftir uppsögn samnings. ISX er heimilt að taka gjald fyrir greiðslur af greiðslureikningum. Einnig er ISX heimilt að taka gjald vegna aðstoðar við að endurheimta fé sem greitt hefur verið fyrir mistök, t.d. vegna þess að greiðslufyrirmælum fylgdu rangar upplýsingar um móttakanda greiðslu.
4.4 Upplýsingar um reikning og notkun hans
Skilaboð, upplýsingar og tilkynningar vegna reiknings, t.d. breytingar á skilmálum og kostnaði, eru birt viðskiptavini á vef ISX eða í appi eða með öðrum hætti sem ISX ákveður. Þá getur ISX notast við bréfapóst í sérstökum tilfellum.
4.5 Reikningsfærslur og yfirlit
Yfirlit yfir allar færslur á reikningum (reikningsyfirlit) eru birt og eru aðgengileg í ISX. Ársyfirlit eru birt á rafrænu formi í ISX. Viðskiptavinur, sem ekki hefur aðgang að ISX, getur óskað eftir því að fá ársyfirlit send til sín í bréfapósti. Viðskiptavinur skal yfirfara reikningsyfirlit sín reglulega.
ISX endurgreiðir fjárhæðir sem ISX sannanlega tekur ranglega út af reikningum viðskiptavina sinna.
Viðskiptavinur heimilar ISX að bakfæra og/eða leiðrétta fjárhæðir sem verða fyrir mistök eða vegna kerfisvillu lagðar inn á reikning viðskiptavinar. Slíkar leiðréttingar skulu eiga sér stað án óeðlilegra tafa og koma fram á reikningsyfirliti viðskiptavinar.
Viðskiptavini ber að fara vel yfir upplýsingar áður en greitt er inn á reikning þriðja aðila, hvort sem greiðsla er framkvæmd með greiðslumiðli, í gegnum ISX, síma, hjá gjaldkera eða með öðrum hætti. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að upplýsingar um fjárhæð greiðslu, móttakanda greiðslu og skýringar með greiðslu séu réttar. Viðskiptavinur skal tilkynna ISX án óþarfa tafar verði hann var við óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu sem gefur tilefni til kröfu um leiðréttingu og eigi síðar en 13 mánuðum eftir dagsetningu skuldfærslu. Þetta á þó ekki við ef ISX veitti notanda greiðsluþjónustunnar ekki upplýsingar um greiðsluna eða hafði þær ekki aðgengilegar fyrir hann.
4.6 Lokun reikninga og annarra þjónustuþátta
Óski viðskiptavinur eftir því að reikningi hans verði lokað getur hann lagt fram skriflega beiðni þess efnis til ISX, óskað eftir því símleiðis eða, eftir atvikum, lokað sjálfur reikningi í sjálfsafgreiðslu. Segi viðskiptavinur skilmálum þessum upp áskilur ISX sér rétt til að loka reikningi og öðrum þjónustuþáttum, s.s. ISX, að fullu eða að hluta, að eigin frumkvæði og án þess að tilkynna viðskiptavini um það fyrirfram. Sama á við ef viðskiptavinur verður uppvís að því að brjóta lög, reglur ISX, skilmála ISX eða aðrar reglur sem gilda um viðskipti hans við ISX, ef viðskiptavinur eða þriðji aðili verður uppvís að því að misnota reikning, viðskiptavinur verður ekki við kröfu ISX um að uppfæra eða veita upplýsingar í reglubundnu eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, ef viðskiptin teljast að mati ISX fela í sér hættu á fjársvikum, peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eða ef viðskiptasambandið getur að mati ISX skaðað orðspor hans eða samræmist að mati ISX ekki áhættustefnu hans. Jafnframt getur ISX þá ráðstafað innstæðu á reikningnum inn á reikning hjá ISX. Þá áskilur ISX sér jafnframt rétt til að loka reikningi ef reikningur hefur staðið óhreyfður í 2 ár eða lengur, að undangenginni tilkynningu sem ISX sendir viðskiptavini þar um, og ráðstafa innstæðunni inn á annan reikning viðskiptavinar eða, ef hann á ekki annan reikning, inn á reikning hjá ISX. Skuldi viðskiptavinur ISX gjöld eða aðrar þóknanir vegna veittrar þjónustu þegar reikningi er lokað skv. framangreindu er ISX heimilt að skuldfæra gjöldin af reikningi viðskiptavinar fyrir lokun hans. Ef neikvæð staða er á reikningi viðskiptavinar við lokun, t.d. vegna kostnaðarfærslna, getur ISX jafnframt leitað fullnustu kröfunnar með innheimtu. Viðskiptavinur verður látinn vita af lokun reiknings svo fljótt sem verða má.
5 Lokaákvæði
ISX og viðskiptavinur geta hvenær sem er sagt upp viðskiptum sín á milli án fyrirvara nema annað leiði af lögum, samningi, skilmálum þessum, öðrum skilmálum, reglum ISX eða eðli máls. ISX er heimilt að segja upp samningi samkvæmt skilmálum þessum með tveggja mánaða uppsagnarfresti. Vilji viðskiptavinur segja upp viðskiptum við ISX, eða afturkalla veitt samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga, skal hann senda ISX skriflega tilkynningu þar um. ISX áskilur sér jafnframt rétt til að slíta viðskiptasambandi, að fullu eða að hluta, að eigin frumkvæði og með einhliða tilkynningu til viðskiptavinar ef viðskiptavinur verður uppvís að því að brjóta lög, reglur ISX, skilmála ISX eða aðrar reglur sem gilda um viðskipti hans við ISX, ef viðskiptavinur eða þriðji aðili verður uppvís að því að misnota viðskiptasambandið, ef viðskiptin teljast að mati ISX fela í sér hættu á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, ef viðskiptasambandið getur að mati ISX skaðað orðspor hans eða ef viðskiptasambandið samrýmist að mati ISX ekki áhættustefnu hans.
Ef eingöngu er notuð fjarskiptaaðferð fram að og við samþykkt skilmála þessara teljast skilmálarnir fjarsölusamningur í skilningi laga nr. 33/2005 um fjarsölu á fjármálaþjónustu. Sé viðskiptavinur neytandi hefur hann rétt, með þeim takmörkunum sem fram koma í lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu, til að falla frá skilmálunum teljist þeir fjarsölusamningur í skilningi þeirra laga án þess að tilgreina nokkra ástæðu, enda sendi hann tilkynningu þar að lútandi með sannanlegum hætti til ISX innan 14 daga frá þeim degi sem skilmálarnir eru samþykktir.
Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll mál sem rísa kunna vegna viðskipta við ISX skulu fara eftir íslenskum lögum nema um annað sé samið.
ISX ber ekki ábyrgð á tjóni, beinu eða óbeinu, sem viðskiptamaður kann að verða fyrir og tengist skilmálum þessum eða viðskiptum sem framkvæmd eru á grundvelli þeirra, ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af lagaboði, aðgerðum stjórnvalda eða óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure), s.s. náttúruhamförum, styrjöldum, hryðjuverkum, farsóttum, verkföllum, lokun landamæra, rafmagnstruflunum eða rafmagnsleysi, truflunum í uppgjörskerfi, truflunum á bálkakeðjum, símkerfi eða öðrum boðleiðum, eða öðrum sambærilegum atvikum. Bálkar Miðlun ber jafnframt ekki ábyrgð á óþægindum, kostnaði, missi fjárfestingartækifæra eða öðru fjártjóni, beinu eða óbeinu sem stafar af lokun, bilun, truflun eða annarri röskun á starfsemi ISX.
Skilmálar þessir eru gefnir út á íslensku. Íslensk útgáfa skilmálanna er eina gilda útgáfa skilmálanna, óháð því hvort ISX