Okkar öryggi

Er öruggt að eiga viðskipti á isx.is

Öryggi notenda er okkar helsta forgangsmál. ISX er hönnuð með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Tilgangurinn er að verja upplýsingar notenda og öryggi undirliggjandi netgjaldmiðla, sem og annara fjármuna ásamt því að tryggja notendavænt viðmót og örugg viðskipti.

 

Mælst er til að allir notendur nýti sér auknar öryggisráðstafanir ISX með tvíþátta auðkenningu, Google Authenticator. Tvíþátta öryggi tryggir að ekki sé hægt að ná yfirráðum yfir viðskiptareikningi notandans, þó svo einhver óviðkomandi nái yfirráðum yfir tölvupósti notanda, þar sem síðari auðkenningin er bundin við snjallsíma notanda.