Fréttir tengdar ISX, Bitcoin og Auroracoin
Viðskipti á ISX liggja niðri fram yfir helgi vegna viðhalds. Vonumst til að setja markaðinn aftur í gang á mánudaginn.
Viðskiptavakt með BTC liggur niðri vegna sumarfría fram í miðjan júlí, þ.e. aðilar sem hafa séð um viðskiptavakt með BTC á isx.is eru í sumarfríi og því eru ekki skipulögð tilboð á markaðnum!
Ef þú þarft að kaupa eða selja BTC, sendu tölvupóst á [email protected] og við munum finna kaupanda eða seljanda á verðum mjög nálægt heimsmarkaðsverði á BTC til að mæta eftirspurn/framboði.
Kær kveðja
Starfsfólk isx.is
Fjármálaeftirlitið skráði Skiptimynt ehf., kt. 481014-0500, Engjateigi 3, 105 Reykjavík, sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla hinn 31. ágúst 2018, skv. 25. gr. a laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 4. gr. laga nr. 91/2018 og reglur nr. 670/2018.
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að aðrir aðilar hafa ekki verið skráðir sem þjónustuveitendur viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla. Meðal þeirra sem teljast til slíkra þjónustuveitenda eru þeir sem bjóða upp á að skipta reiðufé í sýndarfé.
Viðskiptavinir eru beðnir um að kynna sér upplýsingar um nýtt reikningsnúmer áður en krónur eru millifærðar inn á reikning ISX.
Viðskipti voru formlega opnuð á Bitcoin á isx.is um helgina.
Endilega takið þátt, setjið inn tilboð, kaupið/seljið og hjálpumst að við að búa til góðan markað á Íslandi fyrir BTC/ISK
Viðskipti með Auroracoin eru aftur hafin. Ítarleg uppfærsla hefur átt sér stað í bakenda isx.is í aðdraganda Bitcoin innleiðingar.
Við biðjumst velvirðingar á þeim töfum sem þessi uppfærsla hefur valdið notendum.
Lokað er fyrir viðskipti á isx.is meðan viðhald fer fram.
Tímabundnu viðhaldi er lokið og aftur er opið á millifærslur inn á isx.is
Smá tilkynning um Bitcoin innleiðinguna.
Við frestuðum Bitcoin opnum fyrst vegna fyrirhugaðs klofnings Bitcoin og Bitcoin Cash í byrjun ágúst. Þvínæst var fyrirhugaður klofningur Bitcoin í Bitcoin Gold, sem átti sér stað í gær. Núna erum við meira og minna að bíða eftir því hvort Bitcoin klofni aftur í Bitcoin Core og Bitcoin segwit2x, sem er fyrirhugað í lok Okt - byrjun Nóv.
Þetta var ekki á radarnum þegar við settum okkur í stellingar til að opna á Bitcoin viðskipti á ISX en okkur langar ekki að opna fyrr en þessum látum í Bitcoin líkur, annars þurfum við að opna á úttektir fyrir 3x afbrigði af Bitcoin strax eftir opnun.
Vonandi útskýrir þetta þessa löngu bið. Óskandi verða ekki aðrir klofningar tilkynntir á næstunni, sem gætu frestað opnun enn frekar.