Skilmálar

VINSAMLEGAST LESTU ÞESSA SKILMÁLA VEL.

EF ÞÚ SKRÁIR ÞIG Á ÞESSA SÍÐU EÐA NOTAR EINHVERJA ÞJÓNUSTU TENGDA HENNI ERT ÞÚ BUNDIN ÞEIM SKILMÁLUM SEM KOMA HÉR FRAM, ÁSAMT ÞEIM SKILMÁLUM SEM VÍSAÐ ER Í. EF ÞÚ SAMÞYKKIR EKKI ÞESSA SKILMÁLA ÞÁ HEFUR ÞÚ EKKI HEIMILD TIL AÐ NOTA ÞESSA SÍÐU NÉ NEINA ÞJÓNUSTU TENGDA HENNI.

1. gr. Inngangur

Eftirfarandi skilmálar kveða á um notkunarreglur og ábyrgð notenda á skiptimarkaðnum  https://isx.is/, hér eftir nefnt ISX eða skiptimarkaðurinn. Samþykki þessara skilmála felur jafnframt í sér samþykki á hvernig ábyrgð deilist á milli notanda annars vegar og Skiptimyntar ehf, kt. 481014-0500 hins vegar, sem er rekstraraðili skiptimarkaðarins. Framvegis þegar vísað er í samningi þessum í ISX og/eða skiptimarkaðinn felst í því tilvísun í fyrirtækið Skiptimynt ehf.

 

 

2. gr. Notendur

Notandi skal vera fjárráða einstaklingur eða fyrirtæki með íslenska kennitölu og bankareikning á Íslandi. Skiptimynt ehf er ekki banki né fjármálafyrirtæki heldur hugbúnaðarfyrirtæki, sem rekur skiptimarkað með netgjaldmiðla á https://isx.is/.  Þegar viðskipti eiga sér stað á skiptimarkaðnum eru notendur að eiga viðskipti sín á milli með netgjaldmiðla en eiga ekki við skiptimarkaðinn né heldur reksraraðila skiptimarkaðarins Skiptimynt ehf.

 

3. gr. Þjónusta

ISX veitir aðgang að skiptimarkaði fyrir netgjaldmiðla, t.d. Auroracoin og Bitcoin og notandi nýtur þeirrar þjónustu sem skiptimarkaðurinn býður upp á hverju sinni. Eftir atvikum gilda jafnframt aðrir sérskilmálar og samningsákvæði vegna þeirrar þjónustu sem veitt er í gegnum skiptimarkaðinn.

 

4. gr. Auðkenning

Notandi velur notandanafn sem er tölvupóstfang notanda og lykilorð til innskráningar á skiptimarkaðinn. Notandinn auðkennir sig með rafrænum skilríkjum. Kennitala notanda verður vistuð og tengd við notanda reikning hans. Notandi skráir sig fyrir leyninúmeraþjónustu um snjallsíma með Google Authenticator. Google Authenticator er notað til tvíþátta auðkenningar, til staðfestingar á innskráningu og millifærslum og er partur af öryggiskröfum skiptimarkaðarins. Ef notendur kjósa að nýta ekki tvíþátta auðkenningu eykst áhætta þeirra við notkun skiptimarkaðarins m.t.t. tölvuinnbrota á reikning notanda, sem notendi sjálfir verður að bera ábyrgð á. Skiptimynt ehf áskilur sér rétt til að breyta öryggiskröfum sínum án fyrirvara, enda er skiptimarkaðurinn með því að gæta hagsmuna notanda og tryggja ítrasta öryggi við notkun á skiptimarkaðnum. Notandi samþykkir að hlíta skilmálum skiptimarkaðarins um auðkenningu.

 

Notandi skal halda öllum upplýsingum er varða auðkenningu hans á skiptimarkaðnum leyndum og ber hann ábyrgð á því að slíkar öryggisupplýsingar berist ekki í hendur óviðkomandi aðila eða séu aðgengilegar öðrum. Notandi ber ábyrgð á öllum aðgerðum á skiptimarkaðnum sem framkvæmdar eru við og eftir innskráningu notanda, sem byggir á auðkenninu og eru samkvæmt skilmálum þessum. Verði notandi þess áskynja að óviðkomandi hafa fengið vitneskju um auðkenningu hans skal notandi tafarlaust tilkynna slíkt til ISX.

 

5. gr. Skriflegt og rafrænt samþykki

Með því að staðfesta skilmála þessa samþykkir notandi að nota auðkenningu í samræmi við öryggiskröfur skiptimarkaðarins á hverjum tíma og að hún jafngildir skriflegu samþykki hans gagnvart Skiptimynt ehf, þ.m.t. vegna allra aðgerða notanda á ISX samkvæmt samningi og skilmálum þessum við Skiptimynt ehf.

 

6. gr. Tenging við skiptimarkaðinn

Notandi leggur sjálfur til endabúnað og tengingu við veraldarvefinn og þann hugbúnað sem nauðsynlegur er til tengingar við skiptimarkaðinn. Notandi ber sjálfur fulla ábyrgð á þeirri aðferð og þeim búnaði sem hann kýs að nota til viðskipta á skiptimarkaðnum, þar á meðal ber hann ábyrgð á vafra (browser) og stýrikerfi tölvubúnaðar hverju sinni og Skiptimynt ehf gerir kröfur um. Notanda ber að kynna sér almennar leiðbeiningar og lágmarksviðmið um tölvuöryggi og vírusvarnir á hverjum tíma og ber sjálfur ábyrgð á tölvuvírusum, ormum eða öðrum veirum sem mögulega geta verið á tölvubúnaði notanda og haft áhrif á notkun hans á skiptimarkaðnum. Skiptimynt ehf áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda ef hugbúnaður notanda er óviðunandi að mati Skiptimyntar ehf.

 

Notandi veitir Skiptimynt ehf heimild til að skoða tæknilegt umhverfi og tengingar notanda sem og önnur atriði sem tengjast tengingu við og vegna viðskipta á ISX, þar með talin “ip addressa” notanda. Verði notandi var við villu eða galla við notkun sína á skiptimarkaðnum skal hann gera Skiptimynt ehf viðvart án tafar.

 

7. gr. Framkvæmd beiðna og þjónusturof

Beiðnir um aðgerðir sem berast ISX eftir lokun bankadags kunna að verða framkvæmdar næsta virka dag á eftir, t.d. millifærslur á krónum á bankareikning notanda. Aðgangur að ISX kann að verða rofinn um stundarsakir án tilkynningar, ef uppfæra þarf skrár, breyta kerfi o.þ.h.. Skiptimynt ehf mun þó leitast við að tilkynna notanda um þjónusturof með góðum fyrirvara. Notanda er jafnframt ljóst að beiðnir frá honum geta tafist tímabundið vegna of mikils álags á tölvukerfi ISX.

 

Þess ber að geta að millifærslur á bankareikningum eru takmarkaðar skv. skilmálum íslenskra banka, t.d. þá er hægt að millifæra í heimabönkum milli kl. 07:00 og 21:00 virka daga og milli kl. 11:00 og 17:00 um helgar.

 

Vegna öryggisráðstafana ISX þá nýtir skiptimarkaðurinn þrjár tegundir af veskjum undir netgjaldmiðla, svokallað heit, volg og köld veski. Ef margir notendur taka út stórar upphæðir netgjaldmiðla á sama tíma geta tafir á framkvæmd átt sér stað, þar sem starfsfólk ISX þarf að millifæra af volgu eða köldu veski yfir á það heita, sem sinnir útgreiðslum.

 

8. gr. Leiðréttingar

Notandi skuldbindur sig til þess að fylgjast vel með stöðu sinni ásamt öllum millifærslum og öðrum færslum sem þar eru framkvæmdar og skal gera ISX samstundis viðvart verði hann þess var að mistök hafi átt sér stað. Skiptimynt ehf mun leitast við að aðstoða við leiðréttingar á villum sem notandi gerir, en ber ekki ábyrgð á þeim. Ef villur eiga sér stað í viðskiptum á skiptimarkaðnum eða við úttekt netgjaldmiðla eru þær óafturkræfar og eru ekki á ábyrgð Skiptimyntar ehf.

 

9. gr. Þóknun og skuldfærsla

Notandi greiðir þóknun fyrir notkun sína á skiptimarkaðnum samkvæmt verðskrá ISX eins og hún er hverju sinni með gjaldfærslu af inneignum, sbr. 15. gr. skilmála þessara. Skiptimynt ehf áskilur sér fullan rétt til að breyta verðskrá sinni án fyrirvara.

 

10. gr. Breytingar á skilmálum

Skiptimynt ehf áskilur sér rétt til þess að ákveða einhliða þá þjónustu sem veitt er í gegnum skiptimarkaðinn á hverjum tíma. Verði skilmálum þessum breytt skal tilkynna notanda um slíkar breytingar annað hvort skriflega um skráð tölvupóstfang notanda eða með birtingu tilkynningar um breytta skilmála á áberandi hátt á skjámynd skiptimarkaðarins.

 

Við hverja innskráningu á skiptimarkaðinn ber notanda að kynna sér gildandi skilmála og fellst innskráningu hans samþykki á þeim.

 

Sætti notandi sig ekki við breytingar skal hann án ástæðulauss dráttar tilkynna Skiptimynt ehf um uppsögn samnings um þjónustu skiptimarkaðarins, en samningurinn er uppsegjanlegur með 14 daga fyrirvara sbr. 13. gr. skilmála þessara. Að öðrum kosti teljast hinir breyttu skilmálar bindandi.

 

11. gr. Fyrirvarar

Skiptimynt ehf ber ekki ábyrgð á því tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við skiptimarkaðinn, vafra (browser) eða stýrikerfi notanda eða skiptimarkaðarins, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að færslur og viðskipti á skiptimarkaðnum geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana eða truflana í rekstri tölvu- og/eða viðskiptakerfa. Skiptimynt ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda.

 

Skiptimynt ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af röngum færslum og viðskiptum notanda eða annara aðila. Skiptimynt ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h.. Enn fremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure). Skiptimynt ehf ber ekki ábyrgð á því tjóni sem rekja má til lokunar bankareikninga notenda eða Skiptimyntar ehf. Skiptimynt ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem notandi getur hlotið vegna breytinga á lögum eða lagasetning, sem takmarkar notkun netgjaldmiðla. Skiptmynt ehf ber ekki ábyrgð á því tjóni sem rekja má til eðli netgjaldmiðla og greiðslumiðlunarneti viðkomandi netgjaldmiðla, t.d. árás á netgjaldmiðil eða tafa í millifærslum.

 

Skiptimynt ehf ber ekki ábyrgð á því tjóni sem rekja má til tölvu innbrota (hacking), tölvuorma, vírusa eða netárása, sem orðið geta á greiðslumiðlunarneti netgjaldmiðla, á endabúnað notenda eða á skiptimarkaðnum sjálfum.

 

12. gr. Trúnaður

Með aðgangi sínum að skiptimarkaðnum og viðskiptum við Skiptimynt ehf verða skiptimarkaðnum aðgengilegar persónuupplýsingar um notanda, sem ekki verður hægt að eyða. Samkvæmt ákvæðum laga er Skiptimynt ehf, starfsmönnum skiptimarkaðarins og hverjir þeir sem taka að sér verk fyrir Skiptimynt ehf, bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og varða einkamálefni viðskiptavina, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum.

 

Skiptimynt ehf mun afhenda Fjármálaeftirliti og lögreglu notendaupplýsingar og upplýsingar um viðskipti notenda ef grunur vaknar um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka eða aðra ólöglega starfsemi notenda, að því gefnu að grunuð brot varði við lög eða áskildum heimildum þessara aðila sé framvísað.

 

13. gr. Uppsögn, vanefndir o.fl.

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur þessa samnings og skilmálum eru 14 dagar. Skiptimynt ehf getur sagt upp samningi við notanda með tilkynningu í tölvupósti eða skriflegri tilkynningu á heimilisfang skv. þjóðskrá.

 

Verði notandi uppvís að misnotkun, tilraun til misnotkunar á upplýsingum eða tengingum sem skiptimarkaðurinn býður upp á er Skiptimynt ehf heimilt að rjúfa aðgang notandans fyrirvaralaust og án tilkynningar. Sama gildir leiti notandi nauðasamninga, greiðslustöðvunar eða annarra sambærilegra réttarúrræða, gert er árangurslaust fjárnám hjá notanda, beðið um uppboð á eignum hans, krafist er gjaldþrotaskipta á búi hans eða aðrar sambærilegar ástæður koma upp sem að mati Skiptimyntar ehf gefa til kynna slæma fjárhagsstöðu notanda.

 

Skiptimynt ehf er heimilt að loka fyrir aðgang notanda ef aðgangur notanda að skiptimarkaðnum er óvirkur samfellt í 5 ár.

 

14. gr. Önnur ákvæði

Rísi mál vegna samnings þessa skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

15. gr. Skuldfærsla þjónustugjalda og þóknana

Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar notandi Skiptimynt ehf að gjaldfæra kostnað vegna notkunar á skiptimarkaðnum á innistæðu notanda eða með öðrum greiðsluformum samkvæmt almennum skilmálum Skiptimyntar ehf. Þókanir sem eru innheimtar eru felast í viðskiptaþóknun samkvæmt gjaldskrá og kostnaðar greiðslumiðlunarnets vegna úttektir netgjaldmiðla.

 

16. gr. Eigna- og yfirráðaréttur fjármuna og inneigna

Þegar notandi millifærir netgjaldmiðla inn á reikningsnúmer, sem skiptimarkaðurinn tilgreinir, eða íslenskrar krónur  inn á bankareikning Skiptimyntar ehf öðlast Skiptimynt ehf fullan eigna- og yfirráðarétt fyrir krónueignum á bankareikningi sínum og netgjaldmiðlum á reikningsnúmerum sínum en notandi fær sömu upphæð sem uppfærða ISK inneign eða netgjaldmiðla inneign á reikningi sínum á skiptimarkaðnum.

 

Þegar vísað er í kr., ISK, AUR eða BTC á skiptimarkaðnum er átt við inneign notanda á skiptimarkaðnum.

 

17. gr. Viðskipti og notkun á skiptimarkaðnum

Við millifærslu fjármuna til Skiptimyntar ehf, hvort sem um ræðir netgjaldmiðla eða íslenskar krónur,  áskilur Skiptimynt ehf sér frest til að samþykkja eða hafna millifærslum, sem getur numið fjórum dögum. Helstu ástæður geta verið að millifærslur á bankareikningum innanlands eru takmarkaðar yfir helgar og á frídögum. Millifærslur netgjaldmiðla eru ekki staðfestar fyrr en skiptimarkaðurinn hefur fengið 3-6 staðfestingar á greiðslumiðlunarneti viðkomandi netgjaldmiðils.

 

  1. Notendur eru ábyrgir fyrir að millifæra netgaldmiðla eða íslenskar krónur inn á tilgreind reikningsnúmer eða bankareikning Skiptimyntar ehf. Ef notandi leggur fjármuni inn á aðra reikninga en eru uppgefnir á skiptimarkaðnum getur Skiptimynt ehf ekki leiðrétt slíkar færslur. Við millifærslu inn á bankareikning Skiptimyntar ehf þurfa millifærslur notenda að koma af bankareikningum, sem eru auðkenndir með kennitölu viðkomandi notanda.

 

  1. Notendur eru ábyrgir fyrir að leggja fram kaup- og sölutilboð á skiptimarkaðnum. Kaup- og sölutilboð tilgreina inneignar upphæðir í ISK, verð, þóknun kauphallarinnar og upphæð netgjaldmiðils.

 

  1. Skiptimarkaðurinn parar viðskipti eftir bestu verðum og tímasetningum tilboða, dregur frá þóknun og uppfærir bæði ISK inneign og netgjaldmiðla inneign notanda. Ef engin kaup- eða sölutilboð eru til að para á skiptimarkaðnum verður tilboðið eftir á markaðnum þangað til aðrir notendur slá tilboðið eða notandi fjarlægir tilboðið sjálfur.

 

  1. Úttekt fjármuna. Notendur eru ábyrgir fyrir að tilgreina þau reikningsnúmer fyrir netgjaldmiðla, sem þeir vilja nota til að taka út inneign sína í viðkomandi netgjaldmiðli. Skiptimynt ehf getur ekki bakfært netgjaldmiðla, sem eru sendir á röng reikningsnúmer. Notendur eru ábyrgir fyrir að tilgreina sinn eigin bankareikning, sem þarf að vera skráður á kennitölu notanda, við úttekt ISK inneignar. Ef notandi tilgreinir ranga reikninga getur Skiptimynt ehf ekki bakfært millifærslur.